Erlent

Palin ber af sér sakir í máli mágs síns

Sarah Palin segir að hún hafi í engu brotið af sér þegar hún reyndi að fá fyrrverandi mág sinn rekinn úr lögreglunni í Alaska.

Siðarannsóknarnefnd í Alaska hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sara Palin hafi misnotað vald sitt sem ríkisstjóri þegar hún reyndi að fá Mike Wooten rekinn úr starfi. Nefndin lagði ekki til neinar vítur eða aðgerðir gegn henni. Varaforsetaframbjóðandinn hefur nú svarað spurningum fréttamanna um málið.

Í skýrslunni kom einnig fram að eiginmaður Söru hefði haft óeðlilegan aðgang að skrifstofu konu sinnar og jafnvel gengið enn lengra en hún gegn lögreglumanninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×