Innlent

Bjart og úrkomulítið á morgun

Á morgun verður víða bjart með köflum og úrkomulítið, þykknar upp og hvessir sunnan- og vestan til annað kvöld.

Búast má við að úrkomulítið verði á morgun en annað kvöld verður víða einhver væta, sér í lagi á sunnanverðu og vestanverðu landinu. Á morgun lægir til og vindar verða suðlægir. Þegar líður á morgundaginn mun bæta örlítið í vind sunnan- og vestanlands.

Nokkuð bjart verður og víða léttskýjað en fremur þungbúið verður á Vestfjörðum og hálfskýjað á höfuðborgarsvæðinu. Suðlægar áttir og vindur 5-10 metrar á sekúndu. Hiti verður víða 0-5 stig en vægt frost inn til landsins.

Á laugardaginn fer að hlýna og verður hiti á bilinu 2-8 stig. Búast má við vætu sunnan og vestanlands. Bjartara verður austan og norðan til. Um helgina verður veður mildast suðvestanlands en tekur að kólan á nýjan leik eftir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×