Innlent

Eldur slökktur í Laxfossi við Sundabakka

MYND/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt niður á Sundabakka laust eftir klukkan þrjú í dag vegna tilkynningu um eld í skipinu Laxfossi sem er í eigu Eimskips.

Að sögn slökkviliðs var lið kallað úr frá öllum stöðvum enda var ekki vitað hversu stjórt skipið var. Rafmagnsvírar í vélarrúmi munu hafa brunnið yfir og myndaðist við það mikill reykur en ekki mikill eldur. Slökkvistarf gekk greiðlega og nú á fimmta tímanum vann slökkvilið að því að reykræsta skipið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×