Lífið

Útgefendur nýju plötunnar æfir út í Axl Rose

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Axl Rose og gítarleikarinn Slash meðan allt lék í lyndi.
Axl Rose og gítarleikarinn Slash meðan allt lék í lyndi. MYND/Gnrtoday.com

Útgefendur nýju Guns 'N' Roses-plötunnar Chinese Democracy eru æfir yfir þeirri háttsemi hins rauðhærða söngvara, Axl Rose, að láta ekki nokkurn mann ná sambandi við sig eftir að platan kom út.

Þetta er nú svo sem skiljanlegt í ljósi þess að fjölmennasta þjóð jarðar, Kínverjar, ná vart upp í nef sér af reiði yfir boðskap plötunnar, sem hefur þegar verið bönnuð í Kína.

Gerð plötunnar kostaði ekki minna en einn og hálfan milljarð króna og hefur talsmaður útgefandans Geffen Records sagt breska blaðinu The Sun að útgefandinn hafi reynt að ná sambandi við Axl Rose í tvo mánuði án árangurs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.