Innlent

Þing kemur saman við erfiðar aðstæður

Ögmundur Jónasson er þingflokksformaður VG.
Ögmundur Jónasson er þingflokksformaður VG.

Alþingi verður sett á morgun og segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, að þingið leggist ekki sérlega vel í sig. ,,Yfir þessu þinghaldi er eitt stórt spurningamerki."

,,Við stöndum frammi fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hlaupa undir bagga með Glitni. Þingflokkurinn mun ekki samþykja kaupin án skilyrða," segir Ögmundur og bætir við að þingflokkurinn muni fara heilstætt fyrir málin og meðal annars horfa til þess hvað ríkisstjórnin ætli að gera í framhaldinu.

,,Ætlar ríkisstjórnin til dæmis að gera úr alvöru hótunum sínum og leggja til atlögu gegn Íbúðalánasjóð? Á að halda áfram út á markaðstorgið með orkugeirann, heilbrigðisþjónustuna og svo framvegis? Þetta eru spurningar sem við ætlum að leita svara við á fyrstu dögum þingsins," segir Ögmundur.

Ögmundur segir að atburðir seinustu daga og vikna hér á landi og erlendis sýna á skýran hátt hve fallvaltur óheftur kapítalismi er. ,,Og ætla að fela honum umsjá grunnþjónustunar í landinu er slíkt glapræði að hálfa væri nóg."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×