Erlent

Þjófar í Moskvu gerast æ fingralengri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þjófar Moskvu ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur um þessar mundir.

Stórir vörubílar, byggingarkranar og malbikunarvélar eru meðal þess sem hverfur eins og dögg fyrir sólu í rússnesku höfuðborginni. Er þessum stórvirku vinnuvélum jafnvel stolið um hábjartan dag. Skýringa á þessu er að leita í þeim mikla vexti sem nú er í rússneskum byggingariðnaði en löglegur innflutningur vinnuvéla þykir einfaldlega ganga allt of hægt fyrir sig til að borgi sig að bíða. Bíræfin þjófagengi sem kalla ekki allt ömmu sína eru því gerð út - að því er virðist með góðum árangri.

Reuters greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×