Innlent

Ungliðar í VG óánægðir með þingflokkinn

Ung vinstri græn lýsa yfir óánægju með framgöngu þingmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þegar frumvörp um heildarlög grunnskóla annars vegar og leikskóla hins vegar voru afgreidd í annarri umræðu á Alþingi á mánudag.

Þar greiddu fimm þingmenn flokksins atkvæði með því að ákvæði um að starfshættir grunnskóla skuli mótaðir af „kristinni arfleifð íslenskrar menningar" yrði bætt við markmið grunnskólalaganna og sex þingmenn með því að samskonar ákvæði færi inn í leikskólalögin. Hinir þrír þingmenn flokksins sem voru viðstaddir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Í tilkynningu frá UVG segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna, að þarna hafi þingmennirnir gengið gegn landsfundarályktun flokksins um trúfrelsi frá árinu 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×