Handbolti

Sjónvarpsviðtal Óla: Líður eins og Morfeus

Ólafur Stefánsson fagnar marki.
Ólafur Stefánsson fagnar marki. Nordic Photos / AFP

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði fór í sjónvarpsviðtal á Rúv skömmu eftir leik þar sem hann leyfði landsmönnum að kynnast mögnuðu hugsunarflæði sínu.

Viðtalið er skrifað nánast orðrétt enda varla hægt að umorða Ólaf. Hann er í dag yndi íslensku þjóðarinnar enda andlegur leiðtogi íslenska handboltalandsliðsins sem er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Peking.

„Það eru hlutir að birtast hér sem áður voru bara hugsanir og tilfinningar. Það sem fólk getur tekið með sér eða lært af er að ef maður hugsar bara jákvætt - við gerðum það. Allt svona - neikvæðni *bíb* sem því fylgir og allt, bara, ekki leyfa því að gróa. Bara að vera ógeðslega pósitívur, sérstaklega þegar maður hugsar um hvað maður er að fara í."

„Vera ógeðslega þakklátur fyrir að fá að spila hérna og fá að vera hérna. Geðveikir leikar. Gratitúd fyrir það, að vera hérna. Njóta þess að fá að taka einn svona púls í 60 mínútur. Þó þú deyir hérna á vellinum, þá deyrðu lifandi. Það voru allir í fílingnum, ekkert að hugsa um hvort við myndum vinna eða *bíb* skiluru. Og njóta þess að vera á þessum velli."

„Svo unnum við vinnuna okkar mjög vel. Guðmundur með sideline-ið sitt og analýserandi endalaust, frábært team þar á ferð."

„Við vorum að klifra þetta fjall og það voru tvær leiðir í dag. Önnur var *bíb* og hin var upp. Bara ógeðslega gaman og þetta átti bara að gerast einhvern megin. Mér líður eins og Morfeus. Mér líður ógeðslega vel í þessari keppni, alveg frábær."

Hrafnkell: Hungrið svo sannarlega til staðar og kraftur í hópnum?

„Já, já. Við höfum sem betur fer tvo daga og tökum klukkutíma í að fagna þessu og vera glaðir og allt það. Svo bara dettum við aðeins í chill-zone og svo byrjum við aðeins að analýsera þetta, strax í kvöld í raun."

„Þekkjum auðvitað Spánverjana vel enda búnir að spila oft á móti þeim og við erum betri en þeir ef eitthvað er. Verðum að halda áfram á þessari braut og vera glaðir, njóta hvers leiks. Sjá svo hvað gerist."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×