Erlent

Mexíkóar mótmæla aftöku í Texas

Jose Medellin var tekinn af lífi í fyrrinótt.
Jose Medellin var tekinn af lífi í fyrrinótt.

Yfirvöld í Mexíkó hafa sent formlegt mómælabréf til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í kjölfarið á aftöku á Mexíkóskum ríkisborgara sem fram fór í Texas í fyrrinótt.

Bandaríkjamenn eru sagðir hafa farið á svig við alþjóðalög þegar maðurinn, sem dæmdur var fyrir tvöfallt morð, var tekinn af lífi. Honum var ekki gefinn kostur á að hafa samband við Mexíkóska sendiráðið þegar hann var handtekinn en samkvæmt Vínarsáttmálanum ber ríkjum að gera það þegar erlendir ríkisborgar eru handteknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×