Innlent

Árni Þór ræddi við Ólaf um að víkja

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum borgarfulltrúi, sagði við fjölmiðlamenn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að hann hefði rætt við Ólaf F. Magnússon í morgun. Í þeim samtölum hafi komið fram að Ólafur hafi verið tilbúinn til þess að víkja fyrir Margréti Sverrisdóttur til þess að koma Tjarnarkvartetinum að.

Þetta fullyrðir Árni Þór en þetta er þvert á það sem Jakob Frímann Magnússon, helsti ráðgjafi Ólafs F. í borgarmálum, sagði við fjölmiðla nú síðdegis.

Árni Þór sagði einnig að Óskari Bergssyni hefði verið gerð grein fyrir því að þessi möguleiki væri fyrir hendi, þ.e. að Tjarnarkvartettinn væri enn inni í myndinni.

Von er á yfirlýsingu frá Hönnu Birnu og Óskari Bergssyni núna klukkan 22:00 en þau hafa fundað í Ráðhúsinu síðan 20:30 í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×