Innlent

Grunaður um ölvun velti bifreið

Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið valt við bæinn Tröð rétt fyrir utan Akureyri um klukkan þrjú í nótt. Tveir voru í bifreiðinni, karlmenn á þrítugsaldri, en ökumaður slapp ómeiddur að sögn lögreglu. Bifreiðin er mikið skemmd en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×