Innlent

Hitnar í kolunum

Frá Hallormsstað en þar er gert ráð fyrir allt að 27 stiga hita á morgun.
Frá Hallormsstað en þar er gert ráð fyrir allt að 27 stiga hita á morgun.

Óvenjumikil hlýindi í háloftunum yfir Íslandi valda hitabylgju á landinu í dag og fram eftir vikunni. Spáð er um eða yfir tuttugu stiga hita norðaustanlands í dag og síðar í vikunni einnig á vestanverðu landinu.

Í Reykjavík er gert ráð fyrir allt að fimmtán stiga hita í dag. Veðurspáin er reyndar óvenjugóð fyrir næstu daga og er spáð um og yfir tuttugu stiga hita norðaustan- og austanlands og langtímaspár gera ráð fyrir allt að 25 stiga hita þegar dregur að næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×