Innlent

Vegagerðin hættir við könnun á misnotkun á litaðri olíu

Vegagerðin er hætt við frekari athugun á því hvort björgunarsveitarmenn frá Akranesi hafi misnotað heimild sveitarinnar til að nota litaða olíu á björgunarbíla.

Upphaf málsins er að í síðasta mánuði stöðvuðu eftirlitsmenn Vegagerðarinnar björgunarsveitarbíl frá Akranesi vestur á Snæfellsnesi, og tóku sýni úr olíugeymi bílsins, sem var með litaða olíu.

Hún er mun ódýrari en venjuleg dísilolía en björgunarsvieitr mega nota hana á farartæki sín við björgunarstörf. Tilefni athugunar Vegageraðrinnar var að henni hafði borist vísbendingar um að Björgunarsveitarmenn væru að sinna þjónustu, sem fáanleg væri á almennum markaði og því væru þeir að brjóta gegn undanþágunni að sinna slíkum störfum á litaðri olíu.

Björgunarmennirnir báru hinsvegar við að þeir hafi verið að koma úr æfingabúðum björgunarsveitanna að Gufuskálum og að ferðalagilð félli undir starfssemi björgunarsveitarinnar þótt þetta hafi ekki verið bein björgunaraðgerð.

Í framhaldi af þessu ætlar Björgunarsveitin á Akranesi af fara rækilega ofan í saumana á undanþágunum til að lenda ekki í vandræðum vegna einhverra óljósra atriða, sem túlka megi á ýmsa vegu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×