Innlent

Vonast til að geta dregið uppsagnir til baka

Heldur hefur dregist saman á fasteignamarkaði.
Heldur hefur dregist saman á fasteignamarkaði.

JB byggingarfélag hefur sagt upp 28 starfsmönnum fyrirtækisins og munu uppsagnirnar taka gildi á morgun. Hjördís Johnson, markaðsstjóri hjá Innova, móðurfélagi JB byggingafélags, segir ástæðuna vera breyttar markaðsaðstæður. Hins vegar sé verkefnastaða fyrirtækisins ágæt, en félagið sé með hús í byggingu í Kópavogi og í Úlfarsfelli.

Hjördís segir að þeir sem hafi verið sagt upp núna sé fólk með misjafnlega langan starfsaldur að baki. Um sé að ræða 10 erlenda starfsmenn en hinir séu Íslendingar. Hjördís segir að sumir þeirra verði ráðnir aftur, en ekki sé vitað hve margir. Starfsmennirnir hafi flestir 3 mánaða uppsagnarfrest sem þeir muni líklegast allir vinna. Þá vonast Hjördís til að mögulegt verði að draga til baka uppsagnirnar ef að verkefnastaðan breytist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×