Innlent

Vörubílstjórar jarða loforð ríkisstjórnarinnar

Vörubílstjórarnir verða með líkkistur á Austurvelli í hádeginu.
Vörubílstjórarnir verða með líkkistur á Austurvelli í hádeginu.

Vörubílstjórar ætla að hittast í betri fötunum við Austurvöll klukkan 12:00 í dag. Síðustu daga hafa birst útvarpsauglýsingar þar sem jarðarför loforða ríkisstjórnarinnar er auglýst. Það er Sturla Jónsson mótmælandi sem stendur fyrir jarðarförinni.

Í útvarpsauglýsingunni segir:

Það er með trega og harmi að við tilkynnum að öll loforð ríkisstjórnarinnar eru látin. Útförin mun fara fram við Austurvöll, fimmtudaginn 29.maí stundvíslega klukkan 12:00

Mætum öll í betri fötunum og kveðjum loforðin sem veittu okkur von, þann stutta tíma sem þau lifðu.

-Sturla Jónsson, mótmælandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×