Innlent

Játaði að hafa slegið öryggisvörð 10 11 með flösku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Anddyri 10 11-verslunarinnar í Austurstræti.
Anddyri 10 11-verslunarinnar í Austurstræti.

Tuttugu og þriggja ára gamall maður játaði við þingfestingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa slegið öryggisvörð 10 11-verslunar í höfuðið með flösku í byrjun apríl.

Um er að ræða stórfellda líkamsárás sem varðar við 218. grein almennra hegningarlaga. Segir í ákæru að öryggisvörðurinn hafi verið sleginn í höfuðið með flösku „með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði auk þess sem stór slagæð í heilahimnu fór í sundur og hlaut hann lífshættulega blæðingu innan höfuðkúpu." Þrátt fyrir játningu sakbornings fer aðalmeðferð málsins fram vegna alvarleika sakarefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×