Innlent

Björgólfur vann meiðyrðamál

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson.

Ummæli Kristjáns S. Guðmundssonar um Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans, sem birtust í grein hans í Morgunblaðinu í október 2007 undir yfirskriftinni „Eimskip, óskabarn þjóðarinnar" voru dæmd ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Björgólfur taldi að með vissum ummælum í greininni væri Kristján að ráðast að sér, öðrum ráðamönnum Landsbankans og Landsbanka Íslands hf., með ósannindum, rangfærslum og meiðyrðum. Þessi orð fælu í sér útbreiðslu ærumeiðinga sem gætu skaðað orðspor og ímynd sína, bæði persónulega og sem fyrirsvarsmanns Landsbanka Íslands hf.

Björgólfur stefndi Kristjáni og fór fram á að honum yrði gerð refsing vegna ummæla sinna. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu en Kristján þarf að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×