Erlent

Lamdi flugfreyju með vodkaflösku og reyndi að opna í 10.000 fetum

Flugfreyjan fékk vodkaflösku í hausinn. Það var þó ekki þessi
Flugfreyjan fékk vodkaflösku í hausinn. Það var þó ekki þessi

Tvær breskar stúlkur létu heldur betur til sín taka í um 10.000 feta hæð yfir Austurríki í gær. Vinkonurnar sem voru að koma með flugi frá Grikklandi yfir til Bretlands höfðu fengið sér aðeins of mörg púrtvínsstaup í vélinni. Eftir að hafa verið með almenn leiðindi við áhöfnina lamdi önnur stúlknanna flugfreyju í hausinn með vodka flösku og reyndi síðan að opna neyðarútgang á vélinni.

Flugstjóri vélarinnar þurfti að lenda í Frankfurt í kjölfarið þar sem stúlkurnar, sem eru 26 og 27 ára gamlar, voru handteknar.

Lögregla segir að önnur þeirra megi eiga von á ákæru vegna málsins en hún lamdi flugfreyjuna í höfuðið eftir að hún hafði neitað að afgreiða stúlkurnar um áfengi. Það var einnig sú sem reyndi að opna hurðina.

„Hún þurfti lífsnauðsynlega á fersku lofti að halda," sagði í yfirlýsingu frá flugfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×