Sigur Rós lýkur tónleikaferðinni heima 25. október 2008 09:00 Hljómsveitin Sigur Rós lýkur tónleikferð sinni um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll 23. nóvember.fréttablaðið/gva Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. „Þetta hefur verið í pípunum síðan í sumar. Þeir vildu alltaf enda tónleikaferðina hérna," segir Kjartan Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. „Seinni hlutann á tónleikaferðinni hafa þeir verið að hverfa aftur til fortíðar, hafa verið fjórir á sviði, og þeir sem hafa séð þá hafa talað um mikinn kraft og mikið sjónarspil" Þeir félagar eru staddir í Japan ásamt fylgdarliði þar sem þeir komu fram á fernum tónleikum sem uppselt var á, í Nagoya, Osaka og Tókýó. Í byrjun nóvember spila þeir svo aftur í Evrópu áður en þeir koma heim og halda lokatónleikana sína. Tónleikaferð Sigur Rósar um heiminn í ár til stuðnings útgáfu Með suð í eyrum við spilum endalaust hófst í Mexíkó 5. júní. Ferðin hljómsveitarinnar lá um Bandaríkin, Evrópu og Asíu þar sem hún spilaði fyrir fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn við frábærar undirtektir. Plata þeirra hefur nú selst í um hálfri milljón eintaka víða um heim. Hér á landi hefur hún selst í sjö þúsund eintökum. Forsala miða á tónleikana hefst 4. nóvember og kostar miðarnir 3.900 og 4.900 krónur. Einnig verða í boði miðar á bekkina fyrir neðan stúkuna fyrir unglinga á grunnskólaaldri. Kosta þeir eitt þúsund krónur. „Það má búast við frábærum tónleikum. Það er rosa hugur í strákunum enda hefur þeim gengið virkilega vel í ár og eru án efa ein af sterkari útfluningsvörum okkar," segir Kári. - fb Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. „Þetta hefur verið í pípunum síðan í sumar. Þeir vildu alltaf enda tónleikaferðina hérna," segir Kjartan Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. „Seinni hlutann á tónleikaferðinni hafa þeir verið að hverfa aftur til fortíðar, hafa verið fjórir á sviði, og þeir sem hafa séð þá hafa talað um mikinn kraft og mikið sjónarspil" Þeir félagar eru staddir í Japan ásamt fylgdarliði þar sem þeir komu fram á fernum tónleikum sem uppselt var á, í Nagoya, Osaka og Tókýó. Í byrjun nóvember spila þeir svo aftur í Evrópu áður en þeir koma heim og halda lokatónleikana sína. Tónleikaferð Sigur Rósar um heiminn í ár til stuðnings útgáfu Með suð í eyrum við spilum endalaust hófst í Mexíkó 5. júní. Ferðin hljómsveitarinnar lá um Bandaríkin, Evrópu og Asíu þar sem hún spilaði fyrir fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn við frábærar undirtektir. Plata þeirra hefur nú selst í um hálfri milljón eintaka víða um heim. Hér á landi hefur hún selst í sjö þúsund eintökum. Forsala miða á tónleikana hefst 4. nóvember og kostar miðarnir 3.900 og 4.900 krónur. Einnig verða í boði miðar á bekkina fyrir neðan stúkuna fyrir unglinga á grunnskólaaldri. Kosta þeir eitt þúsund krónur. „Það má búast við frábærum tónleikum. Það er rosa hugur í strákunum enda hefur þeim gengið virkilega vel í ár og eru án efa ein af sterkari útfluningsvörum okkar," segir Kári. - fb
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira