Lífið

Sumarsmellur Hjálma kominn út

Hjálmar.
Hjálmar.

Hjálmar sendu í dag frá sér nýtt lag eftir söngvara hljómsveitarinnar, Þorstein Einarsson. Lagið heitir: Þá mun vorið vaxa.

,,Ja, það er spurningin. Þetta er allavegana sumarsmellur," svarar Þorsteinn Einarsson söngvari Hjálma þegar Vísir spyr hvort sumarsmellurinn í ár hafi loksins litið dagsins ljós.

,,Sko það er voða lítið hægt að segja um lagið nema að við gerðum það í sameiningu eða ég kom með einhverja hugmynd og svo tókum við það bara upp. Ljóðið er eftir pabba minn, Einar Georg Einarsson."

,,Við verðum sennilega í Reykjavík og á Akureyri," svarar Þorsteinn þegar talið berst að verslunarmannahelginni í ár. ,,Það er ekki alveg búið að ganga frá því. Við verðum sennilega á Innipúkanum í Reykjavík og á Græna hattinum fyrir norðan."

Hægt verður að nálgast lagið á Tonlist.is á morgun, föstudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.