Innlent

Fundað um myglusveppi í Korpuskóla

Fundurinn verður haldinn í Korpuskóla og hefst klukkan 20.
Fundurinn verður haldinn í Korpuskóla og hefst klukkan 20.

Foreldraráð Korpuskóla og Menntasvið Reykjavíkurborgar boða foreldra í Staðahverfi til fundar í kvöld klukkan 20 í Korpuskóla. Efni fundarins er skólahald í Korpuskóla og húsnæðismál skólans en nýverið greindust myglusveppir í skólabyggingunni.

Í úttekt á bráðabirgðabyggingum við skólann sem unnin var fyrir foreldraráð í júní kemur fram að byggingarnar eru með viðvarandi raka og fúkkalykt. Í sýnum greindust myglusveppir og bakteríur í miklu magni.

Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og Ragnar Þorsteinn, fræðslustjóri í Reykjavík, ásamt öðrum embættismönnum borgarinnar verða á fundinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×