Segir gagnrýni Bílamarkaðarins ekki rétta að öllu Atli Steinn Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2008 20:31 Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. Þröstur tiltók sérstaklega Bílaland sem selur notaða bíla fyrir Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Neðst á þessari síðu er hlekkur sem vísar á þá frétt. „Þetta snýst í raun um tvennt: Þetta viðmiðunarverðkerfi sem Bílgreinasambandið gefur út og bílaumboðin standa að. Þar er um að ræða þetta ásetta verð sem bílasalar setja í glugga bílanna. Svo er hins vegar hægt að finna út úr þessu viðmiðunarverðkerfi raunsöluverð. Þetta er í raun engin ákveðin regla, menn eru með mjög misjafnar aðferðir við að verðleggja bíla. Sumir hafa verðið hærra og gefa meiri afslætti, aðrir hafa það lægra og gefa minni afslætti. Þetta viðmiðunarverð sem er gefið út er þetta svokallaða gluggaverð sem er sett á spjald inn í bílana," útskýrir Dagur. Verðlagningin ansi skrautleg í ár Dagur segir kerfið svo reikna út raunsöluverð ákveðinna bíla þar sem liggja þurfi að baki ákveðinn fjöldi bíla til að hægt sé að reikna þetta út. „Þetta raunverð er þá farið að nálgast eitthvað sem er raunverulegt á markaði. Hins vegar auglýsum við alltaf viðmiðunarverðið. Verðlagning á bílum það sem af er þessu ári er búin að vera ansi skrautleg. Nýir bílar hafa hækkað um 35 - 40 prósent og ef nýr bíll hækkar í verðlista hjá bílaumboði hækkar viðmiðunarverðið í Bíló [rafrænt sölukerfi] og hækkar þar með alla notaða bíla sem þar með eru orðnir allt of dýrir enda hefur markaðurinn sýnt það í sumar að hann er bara ekki tilbúinn að taka þessu. Kappkosta að hafa þessa hluti rétta Það sem við gerum því núna er að setja þetta ásetta verð á þessa bíla og gefum svo dúndurafslátt. Ég er búinn að selja núna á tveimur vikum 360 bíla og neytendur á Íslandi láta ekki blekkjast. Þeir kaupa bara þegar verðið er gott. Ég viðurkenni það alveg fúslega að ég hefði getað verið með einhverja þrjá, fjóra, fimm bíla vitlaust verðlagða í fleiri hundruð bíla lager," segir Dagur. Hann bætir því við að þetta komi í raun út á eitt þar sem bílarnir sem Þröstur tiltekur sérstaklega séu ekki seldir. „Ég hef tekið þessa bíla sem hann var að benda okkur á í síðustu viku og leiðrétt þá. Ég er alveg fyrsti maður til að viðurkenna það, ég kappkosta að hafa svona hluti rétta. Ég er búinn að vera að kenna löggildinguna og er í prófnefnd bifreiðasala og ég er ekki vísvitandi að blekkja neytendur, það er af og frá. Ég fagna því hins vegar auðvitað að Þröstur skuli fylgjast með og benda mönnum á þetta," segir Dagur að lokum. Tengdar fréttir Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. Þröstur tiltók sérstaklega Bílaland sem selur notaða bíla fyrir Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Neðst á þessari síðu er hlekkur sem vísar á þá frétt. „Þetta snýst í raun um tvennt: Þetta viðmiðunarverðkerfi sem Bílgreinasambandið gefur út og bílaumboðin standa að. Þar er um að ræða þetta ásetta verð sem bílasalar setja í glugga bílanna. Svo er hins vegar hægt að finna út úr þessu viðmiðunarverðkerfi raunsöluverð. Þetta er í raun engin ákveðin regla, menn eru með mjög misjafnar aðferðir við að verðleggja bíla. Sumir hafa verðið hærra og gefa meiri afslætti, aðrir hafa það lægra og gefa minni afslætti. Þetta viðmiðunarverð sem er gefið út er þetta svokallaða gluggaverð sem er sett á spjald inn í bílana," útskýrir Dagur. Verðlagningin ansi skrautleg í ár Dagur segir kerfið svo reikna út raunsöluverð ákveðinna bíla þar sem liggja þurfi að baki ákveðinn fjöldi bíla til að hægt sé að reikna þetta út. „Þetta raunverð er þá farið að nálgast eitthvað sem er raunverulegt á markaði. Hins vegar auglýsum við alltaf viðmiðunarverðið. Verðlagning á bílum það sem af er þessu ári er búin að vera ansi skrautleg. Nýir bílar hafa hækkað um 35 - 40 prósent og ef nýr bíll hækkar í verðlista hjá bílaumboði hækkar viðmiðunarverðið í Bíló [rafrænt sölukerfi] og hækkar þar með alla notaða bíla sem þar með eru orðnir allt of dýrir enda hefur markaðurinn sýnt það í sumar að hann er bara ekki tilbúinn að taka þessu. Kappkosta að hafa þessa hluti rétta Það sem við gerum því núna er að setja þetta ásetta verð á þessa bíla og gefum svo dúndurafslátt. Ég er búinn að selja núna á tveimur vikum 360 bíla og neytendur á Íslandi láta ekki blekkjast. Þeir kaupa bara þegar verðið er gott. Ég viðurkenni það alveg fúslega að ég hefði getað verið með einhverja þrjá, fjóra, fimm bíla vitlaust verðlagða í fleiri hundruð bíla lager," segir Dagur. Hann bætir því við að þetta komi í raun út á eitt þar sem bílarnir sem Þröstur tiltekur sérstaklega séu ekki seldir. „Ég hef tekið þessa bíla sem hann var að benda okkur á í síðustu viku og leiðrétt þá. Ég er alveg fyrsti maður til að viðurkenna það, ég kappkosta að hafa svona hluti rétta. Ég er búinn að vera að kenna löggildinguna og er í prófnefnd bifreiðasala og ég er ekki vísvitandi að blekkja neytendur, það er af og frá. Ég fagna því hins vegar auðvitað að Þröstur skuli fylgjast með og benda mönnum á þetta," segir Dagur að lokum.
Tengdar fréttir Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18