Segir gagnrýni Bílamarkaðarins ekki rétta að öllu Atli Steinn Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2008 20:31 Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. Þröstur tiltók sérstaklega Bílaland sem selur notaða bíla fyrir Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Neðst á þessari síðu er hlekkur sem vísar á þá frétt. „Þetta snýst í raun um tvennt: Þetta viðmiðunarverðkerfi sem Bílgreinasambandið gefur út og bílaumboðin standa að. Þar er um að ræða þetta ásetta verð sem bílasalar setja í glugga bílanna. Svo er hins vegar hægt að finna út úr þessu viðmiðunarverðkerfi raunsöluverð. Þetta er í raun engin ákveðin regla, menn eru með mjög misjafnar aðferðir við að verðleggja bíla. Sumir hafa verðið hærra og gefa meiri afslætti, aðrir hafa það lægra og gefa minni afslætti. Þetta viðmiðunarverð sem er gefið út er þetta svokallaða gluggaverð sem er sett á spjald inn í bílana," útskýrir Dagur. Verðlagningin ansi skrautleg í ár Dagur segir kerfið svo reikna út raunsöluverð ákveðinna bíla þar sem liggja þurfi að baki ákveðinn fjöldi bíla til að hægt sé að reikna þetta út. „Þetta raunverð er þá farið að nálgast eitthvað sem er raunverulegt á markaði. Hins vegar auglýsum við alltaf viðmiðunarverðið. Verðlagning á bílum það sem af er þessu ári er búin að vera ansi skrautleg. Nýir bílar hafa hækkað um 35 - 40 prósent og ef nýr bíll hækkar í verðlista hjá bílaumboði hækkar viðmiðunarverðið í Bíló [rafrænt sölukerfi] og hækkar þar með alla notaða bíla sem þar með eru orðnir allt of dýrir enda hefur markaðurinn sýnt það í sumar að hann er bara ekki tilbúinn að taka þessu. Kappkosta að hafa þessa hluti rétta Það sem við gerum því núna er að setja þetta ásetta verð á þessa bíla og gefum svo dúndurafslátt. Ég er búinn að selja núna á tveimur vikum 360 bíla og neytendur á Íslandi láta ekki blekkjast. Þeir kaupa bara þegar verðið er gott. Ég viðurkenni það alveg fúslega að ég hefði getað verið með einhverja þrjá, fjóra, fimm bíla vitlaust verðlagða í fleiri hundruð bíla lager," segir Dagur. Hann bætir því við að þetta komi í raun út á eitt þar sem bílarnir sem Þröstur tiltekur sérstaklega séu ekki seldir. „Ég hef tekið þessa bíla sem hann var að benda okkur á í síðustu viku og leiðrétt þá. Ég er alveg fyrsti maður til að viðurkenna það, ég kappkosta að hafa svona hluti rétta. Ég er búinn að vera að kenna löggildinguna og er í prófnefnd bifreiðasala og ég er ekki vísvitandi að blekkja neytendur, það er af og frá. Ég fagna því hins vegar auðvitað að Þröstur skuli fylgjast með og benda mönnum á þetta," segir Dagur að lokum. Tengdar fréttir Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. Þröstur tiltók sérstaklega Bílaland sem selur notaða bíla fyrir Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Neðst á þessari síðu er hlekkur sem vísar á þá frétt. „Þetta snýst í raun um tvennt: Þetta viðmiðunarverðkerfi sem Bílgreinasambandið gefur út og bílaumboðin standa að. Þar er um að ræða þetta ásetta verð sem bílasalar setja í glugga bílanna. Svo er hins vegar hægt að finna út úr þessu viðmiðunarverðkerfi raunsöluverð. Þetta er í raun engin ákveðin regla, menn eru með mjög misjafnar aðferðir við að verðleggja bíla. Sumir hafa verðið hærra og gefa meiri afslætti, aðrir hafa það lægra og gefa minni afslætti. Þetta viðmiðunarverð sem er gefið út er þetta svokallaða gluggaverð sem er sett á spjald inn í bílana," útskýrir Dagur. Verðlagningin ansi skrautleg í ár Dagur segir kerfið svo reikna út raunsöluverð ákveðinna bíla þar sem liggja þurfi að baki ákveðinn fjöldi bíla til að hægt sé að reikna þetta út. „Þetta raunverð er þá farið að nálgast eitthvað sem er raunverulegt á markaði. Hins vegar auglýsum við alltaf viðmiðunarverðið. Verðlagning á bílum það sem af er þessu ári er búin að vera ansi skrautleg. Nýir bílar hafa hækkað um 35 - 40 prósent og ef nýr bíll hækkar í verðlista hjá bílaumboði hækkar viðmiðunarverðið í Bíló [rafrænt sölukerfi] og hækkar þar með alla notaða bíla sem þar með eru orðnir allt of dýrir enda hefur markaðurinn sýnt það í sumar að hann er bara ekki tilbúinn að taka þessu. Kappkosta að hafa þessa hluti rétta Það sem við gerum því núna er að setja þetta ásetta verð á þessa bíla og gefum svo dúndurafslátt. Ég er búinn að selja núna á tveimur vikum 360 bíla og neytendur á Íslandi láta ekki blekkjast. Þeir kaupa bara þegar verðið er gott. Ég viðurkenni það alveg fúslega að ég hefði getað verið með einhverja þrjá, fjóra, fimm bíla vitlaust verðlagða í fleiri hundruð bíla lager," segir Dagur. Hann bætir því við að þetta komi í raun út á eitt þar sem bílarnir sem Þröstur tiltekur sérstaklega séu ekki seldir. „Ég hef tekið þessa bíla sem hann var að benda okkur á í síðustu viku og leiðrétt þá. Ég er alveg fyrsti maður til að viðurkenna það, ég kappkosta að hafa svona hluti rétta. Ég er búinn að vera að kenna löggildinguna og er í prófnefnd bifreiðasala og ég er ekki vísvitandi að blekkja neytendur, það er af og frá. Ég fagna því hins vegar auðvitað að Þröstur skuli fylgjast með og benda mönnum á þetta," segir Dagur að lokum.
Tengdar fréttir Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18