Lífið

Árangurinn kom pínulítið á óvart

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Örlygur Smári er hæstánægður þessa stundina. Mynd/ Anton Brink
Örlygur Smári er hæstánægður þessa stundina. Mynd/ Anton Brink

Örlygur Smári höfundur lagsins „This is my life" var að vonum hæstánægður þegar Vísir hafði samband við hann í kvöld. Sem kunnugt er komst Ísland áfram í aðalkeppni Eurovision sem verður haldin á laugardagskvöld.

Örlygur sagði niðurstöðuna hafa komið pínulítið á óvart. „Við erum náttúrulega búin að vera í undankeppninni í fjögur eða fimm ár þannig að maður var náttúrulega var um sig. Þannig að þetta kom pínulítið á óvart," segir Örlygur Smári. „En pínulítið ekki, því við vorum með frábært lag og frábæra flytjendur og vorum búin að vinna mikið að því að kynna lagið," bætir hann við.

Örlygur segist vera bjartsýnn á framhaldið á laugardaginn því að Ísland hafi verið í sterkari riðli í kvöld. Hann gerir sér þó hóflegar væntingar. „Markmiðið var að komast í úrslitin, en við reynum að koma okkur eins ofarlega á stigatöflunni og mögulegt er," segir Örlygur Smári. Hann segir að fagnað verði lítillega í kvöld en ekki of mikið því tvær æfingar verði á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×