Innlent

Alcoa skoðar stærra álver á Bakka

Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn.

Í júní voru fyrstu drög að matsáætlun vegna álvers á Bakka við Húsavík auglýst. Í þeim var miðað við að álverið hefði framleiðslugetu upp á 250 þúsund tonn.

Í dag sendi svo Alcoa frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið kynnir endurskoðuð drög að tillögu um matsáætlun vegna álversins á Bakka. Í þeim er gert ráð fyrir að álverið geti verið mun stærra en áður var gert ráð fyrir eða með framleiðslugetu allt frá 250 þúsund tonnum til 346 þúsund tonna á ári.

Alcoa hefur áður lýst yfir áhuga á því að nýta meiri orku í álverið á Bakka ef hún er til staðar og byggja álver svipað og Fjarðarál á Reyðarfirði.

Þegar fyrstu drög að matsáætlun vegna álversins á Bakka voru auglýst í júní barst meðal annars athugasemd frá sveitarfélaginu í Þingeyjarsýslu sem vildi vita hvaða áhrif það hefði ef að stærra álver yrði reist. -og segir Alcoa að í framhaldi af því hafi verið ákveðið að hefja matsferlið á ný og meta umhverfisáhrif álvers með framleiðslugetu frá 250-346 þúsund tonn.

Í síðasta mánuði framlengdu fulltrúar Alcoa, ríkisstjórnarinnar og Norðurþings viljayfirlýsingu um rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa á álver á Bakka til 1. október árið 2009 en vonast er til að þá verði hægt að taka ákvörðun um hvort að af byggingu álversins verði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×