Erlent

Fleiri finnast á lífi eftir ferjuslys við Filippseyjar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Björgunarmenn hafa nú fundið 33 á lífi af þeim 750 farþegum sem voru með ferjunni sem hvolfdi á laugardag undan strönd Filippseyja.

Skip frá bandaríska sjóhernum er á leið á vettvang og mun aðstoða við leit úr lofti með þyrlum. Sex lík hafa fundist á strönd nálægrar eyjar en talið er að meirihluti farþeganna hafi lokast inni í skipinu og drukknað þar þegar það sökk. Stormur geisaði þegar ferjan fórst en tilkynning barst frá áhöfninni rétt áður um að drepist hefði á vélunum. Ferjan var á leið frá Manila til Cebu City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×