Erlent

Medvedev tilnefnir Pútín sem forsætisráðherra

Björn Gíslason skrifar
Fráfarandi og verðandi forseti Rússlands við embættistöku Medvedevs í Moskvu í morgun.
Fráfarandi og verðandi forseti Rússlands við embættistöku Medvedevs í Moskvu í morgun. MYND/AP

Dímítrí Medvedev, sem tók við embætti forseta Rússlands í dag, lét það vera sitt fyrsta verkefni að tilnefna forvera sinn, Vladímír Pútín, sem forsætisráðherra landsins. Þetta staðfesti talsmaður stjórnvalda í Kreml.

Rússneska þingið þarf að leggja blessun sína yfir skipun Pútíns en þar sem flokkar hliðhollir forsetanum fyrrverandi fara þar með völd er ekki búist við að honum verið hafnað þar. Skipun Pútíns verður að líkindum tekin fyrir í þinginu á morgun.

Búist hafði verið við því að Medvedev myndi tilnefna Pútín sem forsætisráðherra enda hafði sá síðarnefndi lýst yfir áhuga á embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×