Innlent

Orka til fyrir kísilhreinsunarverksmiðju

Ákvörðun um að slá af Bitruvirkjun kemur ekki í veg fyrir að fimmhundruð manna vinnustaður rísi í Þorlákshöfn til að hreinsa kísil fyrir sólarrafhlöður. Orkuveita Reykjavíkur hefur nú, samkvæmt heimildum Stöðvar tvö, tilkynnt bæði sveitarfélaginu Ölfusi og hinum erlenda sólarrafhlöðuframleiðanda að hún geti, þrátt fyrir missi Bitruvirkjunar, staðið við viljayfirlýsingu frá því í marsmánuði um að útvega allt að eitthundrað megavött fyrir kísilhreinsunarverksmiðju. Orkan verði sótt í aðrar virkjanir á Hengilssvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×