Innlent

Fjöldi kaupsamninga eykst á milli vikna

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga eykst um 18 á milli vikna.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga eykst um 18 á milli vikna.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 4. júlí til og með 10. júlí var 82 og fjölgar um 18 frá vikunni þar áður. Þar af voru 64 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan þessa vikuna nam 2.358 milljónum króna og meðalupphæð á samning var 28,8 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eign en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 97 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,4 milljónir króna. Fimm kaupsamningum var þinglýst á Árborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×