Innlent

Segja makrílveiðarnar löglegar en siðlausar

Makrílveiðar Íslendinga eru siðlausar þótt þær séu löglegar. Þetta er auk þess andstyggileg aðferð til að neyða önnur lönd til að veita Íslendingum hlutdeild í makrílkvótanum á Atlantshafi, segir leiðarahöfundur norska blaðsins Fiskeribladet-Fiskaren.

Gissur Sigurðsson fréttamaður á Bylgunni og Vísir.is segir að þessi viðbrögð Norðmanna eru í samræmi við það sem Fréttastofan spáði að yrði, þegar hún greindi snemma sumars frá mikilli makrílveiði íslensku skipanna, sem stunda síldveiðar.

Makríllinn er meðafli með síldinni, þótt hann fari oft yfir helming aflans, en hann er allur veiddur í íslenskri lögsögu. Norski leiðarahöfundurinn býsnast líka yfir því að Íslendingar bræði allann makrílinn til skepnufóðurs, þegar hægt sé að fá margfalt verð fyrir hann frystann til manneldis.-

Honum er því ekki kunnugt um að farið er að frysta hann til manneldis í þó nokkrum íslenskum skipum og fer þeim fjölgandi.

Íslendingar hafa þrýst á Norðmenn og aðrar þjóðri að fá hlutdeild í makrílkvótanum, en hefur ítrekað verið hafnað og eru veiðar Íslendinga því utan fjölþjóðlega kvótans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×