Ástralar drekkja áhyggjunum í sundi Atli Steinn Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2008 08:42 Yfirborðið rofið. MYND/Reuters Ástralskir bankastarfsmenn fara nú nýjar leiðir til að gleyma áhyggjum og losna undan streitunni. Hinir nýju lifnaðarhættir bankamannanna í Sydney í Ástralíu fela hreinlega í sér að drekkja áhyggjunum. En ekki á barnum. Sundlaugin er nú orðin fyrsta stoppistöðin eftir að deginum lýkur á skrifstofunni og hlaupabrautin og líkamsræktarsalurinn eru skammt undan. Þeir sem á skrifstofutíma berjast á vígvelli vísitalnanna, með fartölvum sínum og símum, heyja grimma hildi sín á milli við lok dags og keppa í sundi og hlaupi. Matt Anderson, sem skipuleggur vikulega tvíþrautarkeppni í íþróttamiðstöð Sydney, segir aðsóknina hafa aukist um 25 prósent síðan á sama tíma í fyrra. Anderson heldur utan um keppni í fjögurra kílómetra hlaupi og 300 metra sundi og er útsýn ekki af verri endanum úr lauginni því þaðan blasir tilkomumikið nágrenni hafnarinnar í Sydney við. Bankastarfsmenn eru nýjasti hópurinn á svæðinu en þeir hafa nú meiri frítíma en áður síðan harðna tók á dalnum. Blaðamaður Reuters hefur það eftir einum þeirra að þetta sé allt annað líf og kvíði og streita hverfi sem dögg fyrir sólu þegar glampandi yfirborð laugarinnar blasi við. Svo nú er bara að drífa sig í ræktina og líta björtum augum fram á veginn. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Sjá meira
Ástralskir bankastarfsmenn fara nú nýjar leiðir til að gleyma áhyggjum og losna undan streitunni. Hinir nýju lifnaðarhættir bankamannanna í Sydney í Ástralíu fela hreinlega í sér að drekkja áhyggjunum. En ekki á barnum. Sundlaugin er nú orðin fyrsta stoppistöðin eftir að deginum lýkur á skrifstofunni og hlaupabrautin og líkamsræktarsalurinn eru skammt undan. Þeir sem á skrifstofutíma berjast á vígvelli vísitalnanna, með fartölvum sínum og símum, heyja grimma hildi sín á milli við lok dags og keppa í sundi og hlaupi. Matt Anderson, sem skipuleggur vikulega tvíþrautarkeppni í íþróttamiðstöð Sydney, segir aðsóknina hafa aukist um 25 prósent síðan á sama tíma í fyrra. Anderson heldur utan um keppni í fjögurra kílómetra hlaupi og 300 metra sundi og er útsýn ekki af verri endanum úr lauginni því þaðan blasir tilkomumikið nágrenni hafnarinnar í Sydney við. Bankastarfsmenn eru nýjasti hópurinn á svæðinu en þeir hafa nú meiri frítíma en áður síðan harðna tók á dalnum. Blaðamaður Reuters hefur það eftir einum þeirra að þetta sé allt annað líf og kvíði og streita hverfi sem dögg fyrir sólu þegar glampandi yfirborð laugarinnar blasi við. Svo nú er bara að drífa sig í ræktina og líta björtum augum fram á veginn.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Sjá meira