Erlent

Olympíueldurinn kominn til Ástralíu

Olympíueldurinn kom í morgun til borgarinnar Canberra í Ástralíu eftir að hafa verið í Indónesíu þar sem nær engin mótmæli urðu. Hlaupa á með eldinn um borgina á morgun og ætla borgaryfirvöld ekki að stytta hlaupið þrátt fyrir að búist sé við töluverðum mótmælaaðgerðum meðan á því stendur. Hinsvegar verða miklar öryggisráðstafanir gerðar eins og alls staðar sem Olympíueldurinn hefur farið um hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×