Segir gagnrýni Bílamarkaðarins ekki rétta að öllu Atli Steinn Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2008 20:31 Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. Þröstur tiltók sérstaklega Bílaland sem selur notaða bíla fyrir Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Neðst á þessari síðu er hlekkur sem vísar á þá frétt. „Þetta snýst í raun um tvennt: Þetta viðmiðunarverðkerfi sem Bílgreinasambandið gefur út og bílaumboðin standa að. Þar er um að ræða þetta ásetta verð sem bílasalar setja í glugga bílanna. Svo er hins vegar hægt að finna út úr þessu viðmiðunarverðkerfi raunsöluverð. Þetta er í raun engin ákveðin regla, menn eru með mjög misjafnar aðferðir við að verðleggja bíla. Sumir hafa verðið hærra og gefa meiri afslætti, aðrir hafa það lægra og gefa minni afslætti. Þetta viðmiðunarverð sem er gefið út er þetta svokallaða gluggaverð sem er sett á spjald inn í bílana," útskýrir Dagur. Verðlagningin ansi skrautleg í ár Dagur segir kerfið svo reikna út raunsöluverð ákveðinna bíla þar sem liggja þurfi að baki ákveðinn fjöldi bíla til að hægt sé að reikna þetta út. „Þetta raunverð er þá farið að nálgast eitthvað sem er raunverulegt á markaði. Hins vegar auglýsum við alltaf viðmiðunarverðið. Verðlagning á bílum það sem af er þessu ári er búin að vera ansi skrautleg. Nýir bílar hafa hækkað um 35 - 40 prósent og ef nýr bíll hækkar í verðlista hjá bílaumboði hækkar viðmiðunarverðið í Bíló [rafrænt sölukerfi] og hækkar þar með alla notaða bíla sem þar með eru orðnir allt of dýrir enda hefur markaðurinn sýnt það í sumar að hann er bara ekki tilbúinn að taka þessu. Kappkosta að hafa þessa hluti rétta Það sem við gerum því núna er að setja þetta ásetta verð á þessa bíla og gefum svo dúndurafslátt. Ég er búinn að selja núna á tveimur vikum 360 bíla og neytendur á Íslandi láta ekki blekkjast. Þeir kaupa bara þegar verðið er gott. Ég viðurkenni það alveg fúslega að ég hefði getað verið með einhverja þrjá, fjóra, fimm bíla vitlaust verðlagða í fleiri hundruð bíla lager," segir Dagur. Hann bætir því við að þetta komi í raun út á eitt þar sem bílarnir sem Þröstur tiltekur sérstaklega séu ekki seldir. „Ég hef tekið þessa bíla sem hann var að benda okkur á í síðustu viku og leiðrétt þá. Ég er alveg fyrsti maður til að viðurkenna það, ég kappkosta að hafa svona hluti rétta. Ég er búinn að vera að kenna löggildinguna og er í prófnefnd bifreiðasala og ég er ekki vísvitandi að blekkja neytendur, það er af og frá. Ég fagna því hins vegar auðvitað að Þröstur skuli fylgjast með og benda mönnum á þetta," segir Dagur að lokum. Tengdar fréttir Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira
Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. Þröstur tiltók sérstaklega Bílaland sem selur notaða bíla fyrir Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Neðst á þessari síðu er hlekkur sem vísar á þá frétt. „Þetta snýst í raun um tvennt: Þetta viðmiðunarverðkerfi sem Bílgreinasambandið gefur út og bílaumboðin standa að. Þar er um að ræða þetta ásetta verð sem bílasalar setja í glugga bílanna. Svo er hins vegar hægt að finna út úr þessu viðmiðunarverðkerfi raunsöluverð. Þetta er í raun engin ákveðin regla, menn eru með mjög misjafnar aðferðir við að verðleggja bíla. Sumir hafa verðið hærra og gefa meiri afslætti, aðrir hafa það lægra og gefa minni afslætti. Þetta viðmiðunarverð sem er gefið út er þetta svokallaða gluggaverð sem er sett á spjald inn í bílana," útskýrir Dagur. Verðlagningin ansi skrautleg í ár Dagur segir kerfið svo reikna út raunsöluverð ákveðinna bíla þar sem liggja þurfi að baki ákveðinn fjöldi bíla til að hægt sé að reikna þetta út. „Þetta raunverð er þá farið að nálgast eitthvað sem er raunverulegt á markaði. Hins vegar auglýsum við alltaf viðmiðunarverðið. Verðlagning á bílum það sem af er þessu ári er búin að vera ansi skrautleg. Nýir bílar hafa hækkað um 35 - 40 prósent og ef nýr bíll hækkar í verðlista hjá bílaumboði hækkar viðmiðunarverðið í Bíló [rafrænt sölukerfi] og hækkar þar með alla notaða bíla sem þar með eru orðnir allt of dýrir enda hefur markaðurinn sýnt það í sumar að hann er bara ekki tilbúinn að taka þessu. Kappkosta að hafa þessa hluti rétta Það sem við gerum því núna er að setja þetta ásetta verð á þessa bíla og gefum svo dúndurafslátt. Ég er búinn að selja núna á tveimur vikum 360 bíla og neytendur á Íslandi láta ekki blekkjast. Þeir kaupa bara þegar verðið er gott. Ég viðurkenni það alveg fúslega að ég hefði getað verið með einhverja þrjá, fjóra, fimm bíla vitlaust verðlagða í fleiri hundruð bíla lager," segir Dagur. Hann bætir því við að þetta komi í raun út á eitt þar sem bílarnir sem Þröstur tiltekur sérstaklega séu ekki seldir. „Ég hef tekið þessa bíla sem hann var að benda okkur á í síðustu viku og leiðrétt þá. Ég er alveg fyrsti maður til að viðurkenna það, ég kappkosta að hafa svona hluti rétta. Ég er búinn að vera að kenna löggildinguna og er í prófnefnd bifreiðasala og ég er ekki vísvitandi að blekkja neytendur, það er af og frá. Ég fagna því hins vegar auðvitað að Þröstur skuli fylgjast með og benda mönnum á þetta," segir Dagur að lokum.
Tengdar fréttir Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira
Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18