Innlent

Árni bjó þrjá mánuði fyrir austan - greiddi 70 þús í leigu

Árni Mathiesen fjármálaráðherra
Árni Mathiesen fjármálaráðherra

Árni Mathiesen bjó á Kirkjuhvoli í Þykkvabæ í þrjá mánuði árið 2007 og greiddi þann tíma 69.249 krónur í húsaleigu á mánuði.

Þó að hann sé fyrir löngu fluttur af Kirkjuhvoli er Árni, eiginkona hans og börn ennþá skráð þar til heimilis þrátt fyrir að þau séu búsett í Hafnarfirði.

Árni greiðir því útsvar til Rangárþings ytra. Hann græðir hins vegar ekki mikið á því fyrirkomulagi þetta árið því útsvarið í ár er jafnhátt í Rangárþingi og í Hafnarfirði eða 13,03%.

Í fyrra var útsvarið reyndar örlítið lægra í Rangárþingi eða 12,99%. Ef gert er ráð fyrir því að Árni hefði verið skráður til heimilis þar allt árið 2007, sem hann var ekki, þá mun Árni hafa grætt um 5000 krónur á þessari tilhögun, ef miðað sé við að Árni hafi eina milljón á mánuði í laun.

Örn Þórðarson sveitarstjóri í Rangárþingi ytra sagði í samtali við Vísi í dag að Árni Mathiesen væri ávallt velkominn austur. "Auðvitað er hann velkominn hingað. Ég vona bara að hann dvelji hér aðeins lengur en hann hefur gert."


Tengdar fréttir

Græðir ekki krónu á Rangárþingi

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra græðir ekki krónu á því að telja fram í Rangárþingi ytra þar sem hann er með lögheimili frekar en heimabæ sínum Hafnarfirði líkt og ritstjórar DV héldu fram í yfirlýsingu nú fyrir skömmu. Útsvarsprósenta sveitarfélaganna fyrir árið 2008 er sú sama eða 13,03%Græðir

Ritstjórar DV: Árni brýtur lög

Ritstjórar DV, feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna forsíðufréttar blaðsins um Árni Mathiesen í dag. Árni segir fréttina ranga og vill afsökunarbeiðni frá DV. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingi sagði einnig við Vísi í dag að fréttin væri röng.

Árni fær ekki greitt sérstaklega fyrir lögheimili á Kirkjuhvoli

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að frétt sem birtist á forsíðu DV í dag sé efnislega röng. Þar er því haldið fram að Árni hafi fengið tæpa eina milljón króna í greiðslur fyrir að skrá lögheimili sitt á Kirkjuhvoli við Þykkvabæ. Í DV er sagt að Árni þiggi mánaðarlegar greiðslur fyrir að vera með það sem blaðið kallar „rangt lögheimili“, enda hafi Árni aldrei búið í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×