Innlent

Hvað á hverinn að heita?

Grýla í Ölfussdal þekktasti hver Hveragerðis.
Grýla í Ölfussdal þekktasti hver Hveragerðis.
Leitað er eftir tillögum um nafn á nýja leirhverinn ofan Hveragerðis og heitir Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi blómvendi í verðlaun þeim sem kemur með besta nafnið.

Stóri leirhverinn við Garðyrkjuskólann myndaðist í skjálftanum stóra og er því aðeins vikugamall. Hann spýtir frá sér svartri eðju og hefur síðan verið stækka og hlaða upp gígbarmi og telst nú með stærstu leirhverum Ölfuss. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum, hvetur fólk til að hugsa upp gott nafn á hverinn.

Ef menn vilja kenna hverinn við persónur má geta þess að frægasti bóndinn á Reykjum var Gissur Þorvaldsson jarl. Jónas Jónsson frá Hriflu tengist einnig staðnum. Hann stóð fyrir uppbyggingu Garðyrkjuskólans og byggði sjálfur sumarbústað við hlið hverasvæðsins. Þeir sem hafa góða hugmynd um nafn eru hvattir til að senda tölvupóst til gurry@lbhi.is. Skilafrestur er til 10. júlí og Garðyrkjuskólinn býður myndarlegan blómvönd í verðlaun fyrir besta nafnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×