Innlent

Óeðlilegt að sérfræðingur fékk ekki að tjá sig

Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta
Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta
Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur og meðlimur í framkvæmdahóp Stígamóta undrast að Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta hafi ekki fengið að tjá sig að fullu sem vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðarmáli Ásgeirs Þórs Davíðssonar gegn fyrrverandi forsvarsmönnum tímaritsins Ísafoldar.

Eftir að hafa lesið dóminn veltir Margrét fyrir sér hvort að þeir sem báru vitni hafi vitað hvað mansal sé í raun og veru. ,,Í framhaldi þykir mér einkennilegt að sérfræðingur sem gæti hafa upplýst hvað mansal er fékk í rauninni ekki að tjá sig fyrir dómi."

Fræðsla hefði mögulega breytt dómnum

Vinnuhópur á vegum félagsmálaráðuneytisins vinnur að tillögu um aðgerðaráætlun gegn mansali. Nauðsynlegt er að slík áætlun sé til staðar svo hægt sé að fullgilda samning Evrópuráðsins um mansal. Fullgilding ein og sér hefði líklega ekki breytt dómnum að mati Margrétar. ,,Aftur á móti hefðu aðgerðir sem væntanlega verða lagðar til í aðgerðaráætluninni hugsanlega breytt honum." Margrét segir fræðslu félagsmálayfirvalda, lögreglu, saksóknara, dómara og þeirra sem koma að mansalsmálum skipta afar miklu máli. Að mati Margrétar hafði slík fræðsla mögulega breytt dómnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×