Innlent

Lögguhrotti fékk of vægan dóm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Jón Þórisson.
Geir Jón Þórisson.
Dómurinn yfir manninum, sem réðst á lögregluþjón við Kirkjusand í apríl, er of mildur að mati Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík.

Ágúst Fylkisson var í morgun dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundna, fyrir alvarlega líkamsárás á lögregluþjón eftir mótmæli vörubílstjóra í vor.

„Ég hefði viljað sjá hann þyngri," segir Geir Jón í samtali við Vísi. Hann segir að óskilorðsbundni hlutinn mætti hefði mætt vera lengri. Mikilvægt sé að dómar sem þessir verði skýr skilaboð um að árásir á lögregluþjóna séu teknir alvarlega. „Sérstaklega þegar um svona fólskulega árás er að ræða. Þegar ekki er verið að handtaka mann," segir Geir Jón.

Geir Jón segir að lögreglumenn séu ekki farnir að veigra sér við að gegna störfum sínum vegna árása á þá. Þeir undirbúi sig hins vegar betur og reynt sé að tryggja þeim nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi þeirra.

Þá segir Geir Jón að enn sé til skoðunar að taka upp rafstuðbyssur sem valdbeitingatæki. Slík tæki hafi verið notuð í Evrópu og Bretlandi með góðum árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×