Heimgreiðslur – afturhvarf til forneskju Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar 3. september 2008 05:00 Falskir tónar streyma nú úr ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn reyna að stilla saman strengi sína á ný. Síðasta feilnótan heyrðist úr leikskólaráði þegar heimgreiðslur voru endanlega samþykktar í vikunni sem leið, en þá snarsnérist framsókn um sjálfan sig í málinu. Fyrir örfáum mánuðum taldi fulltrúi Framsóknarflokksins að fyriráætlanir Sjálfstæðisflokksins um heimgreiðslur – vera skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Nú aftur á móti þegar framsókn er komin í faðm Sjálfstæðisflokksins er í lagi að senda konurnar heim. „Þjónustutryggingin“ sem meirihlutinn kallar nú heimgreiðslurnar átti að fela í sér „tryggingu“ í formi 35 þúsund króna, fyrir þá foreldra sem biðu eftir plássi fyrir barn sitt á leikskóla eða hjá dagforeldri. Nú hins vegar stendur greiðslan til boða fyrir foreldra barna yngri en 24 mánaða eftir að fæðingarorlofi lýkur, þrátt fyrir að barninu standi dagvistun til boða. Gert er ráð fyrir að 260 milljónir fari í heimgreiðslur næsta eina og hálfa árið. Hverju barni fylgir 35 þúsund krónur sem er fráleit upphæð sem er langt frá því að duga sem framfærsla fyrir barn og fullorðinn. Betur væri að verja þeim fjármunum í að hraða uppbyggingu leikskólanna í borginni, fjölga plássum svo hægt sé að lækka innritunaraldur barna. Auk þess sem verulega þarf að huga að leiðum til að hækka laun starfsmanna, ekki síst til að vinna bug á manneklunni. Þá teljum við að þrýsta þurfi á ríkisstjórnina að flýta lengingu fæðingarorlofsins enda er það mikilvægt að foreldrar geti verið lengur heima með börnum sínum, en með sómasamleg laun. Ef meirihlutanum er alvara með því að greiða foreldrum svo þau geti átt lengri samveru með börnum sínum fyrstu mánuðina þarf sú upphæð að vera í takt við rauntekjur fólks – ekki smánarlaun eins og nú er boðið upp á. Áhrif heimgreiðslna í Noregi og Finnlandi hafa sýnt að nær eingöngu konur nýta sér þær, ástæðan er að þær hafa að jafnaði lægri laun en karlar, líkt og hérlendis. Þessi staðreynd hefur því styrkt gamaldags hlutverkaskiptingu kynjanna á heimilinu og eru taldar hafa dregið verulega úr jafnrétti kynjanna. Heimgreiðslurnar vinna því beinlínis gegn markmiðum feðraorlofsins í því að jafna þátttökumöguleika beggja kynja í uppeldi barna sinna, ný samþykktum jafnréttislögum og mannréttindastefnu borgarinnar. Bilið sem myndast hefur á milli loka fæðingarorlofs og þar til dagvistun fæst fyrir barn er ekki viðunandi ástand en stjórnmálamenn verða að sýna ábyrgð og vinna að lausn vandans til frambúðar en ekki freistast til að plástra ástandið – á kostnað kvenna. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Falskir tónar streyma nú úr ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn reyna að stilla saman strengi sína á ný. Síðasta feilnótan heyrðist úr leikskólaráði þegar heimgreiðslur voru endanlega samþykktar í vikunni sem leið, en þá snarsnérist framsókn um sjálfan sig í málinu. Fyrir örfáum mánuðum taldi fulltrúi Framsóknarflokksins að fyriráætlanir Sjálfstæðisflokksins um heimgreiðslur – vera skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Nú aftur á móti þegar framsókn er komin í faðm Sjálfstæðisflokksins er í lagi að senda konurnar heim. „Þjónustutryggingin“ sem meirihlutinn kallar nú heimgreiðslurnar átti að fela í sér „tryggingu“ í formi 35 þúsund króna, fyrir þá foreldra sem biðu eftir plássi fyrir barn sitt á leikskóla eða hjá dagforeldri. Nú hins vegar stendur greiðslan til boða fyrir foreldra barna yngri en 24 mánaða eftir að fæðingarorlofi lýkur, þrátt fyrir að barninu standi dagvistun til boða. Gert er ráð fyrir að 260 milljónir fari í heimgreiðslur næsta eina og hálfa árið. Hverju barni fylgir 35 þúsund krónur sem er fráleit upphæð sem er langt frá því að duga sem framfærsla fyrir barn og fullorðinn. Betur væri að verja þeim fjármunum í að hraða uppbyggingu leikskólanna í borginni, fjölga plássum svo hægt sé að lækka innritunaraldur barna. Auk þess sem verulega þarf að huga að leiðum til að hækka laun starfsmanna, ekki síst til að vinna bug á manneklunni. Þá teljum við að þrýsta þurfi á ríkisstjórnina að flýta lengingu fæðingarorlofsins enda er það mikilvægt að foreldrar geti verið lengur heima með börnum sínum, en með sómasamleg laun. Ef meirihlutanum er alvara með því að greiða foreldrum svo þau geti átt lengri samveru með börnum sínum fyrstu mánuðina þarf sú upphæð að vera í takt við rauntekjur fólks – ekki smánarlaun eins og nú er boðið upp á. Áhrif heimgreiðslna í Noregi og Finnlandi hafa sýnt að nær eingöngu konur nýta sér þær, ástæðan er að þær hafa að jafnaði lægri laun en karlar, líkt og hérlendis. Þessi staðreynd hefur því styrkt gamaldags hlutverkaskiptingu kynjanna á heimilinu og eru taldar hafa dregið verulega úr jafnrétti kynjanna. Heimgreiðslurnar vinna því beinlínis gegn markmiðum feðraorlofsins í því að jafna þátttökumöguleika beggja kynja í uppeldi barna sinna, ný samþykktum jafnréttislögum og mannréttindastefnu borgarinnar. Bilið sem myndast hefur á milli loka fæðingarorlofs og þar til dagvistun fæst fyrir barn er ekki viðunandi ástand en stjórnmálamenn verða að sýna ábyrgð og vinna að lausn vandans til frambúðar en ekki freistast til að plástra ástandið – á kostnað kvenna. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar