Innlent

Þorði ekki að segja frá alvarleika misnotkunarinnar

„Ég hef lifað í skömm, sektarkennd og sjálfsásökunum," segir Marta Guðlaugsdóttir. Marta var ein þeirra kvenna sem kærði Guðmund í Byrginu fyrir kynferðislega misnotkun. Hún og Ragnar Hauksson, eiginmaður hennar, voru viðmælandur Kompáss í gær. Þar sagðist Marta hafa lifað í mikilli skömm frá því að Byrgismálið kom upp. Hún segir að erfitt hafi verið að halda þessum atburðum leyndum. Henni hafi fundist hún vera svo heimsk.

„Ég var hrædd, ég var hrædd við viðbrögðin hjá Ragga. Ég var bara hrædd, ég vissi ekkert hvernig hann myndi bregðast við," sagði Marta. Ragnar fékk ekki fyrst heildarmynd af atburðarrásinni þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands.

Þá fyrst rann upp fyrir honum hversu alvarleg brot Guðmundar voru. Marta segir að Guðmundur hafi verið að skaða í nafni guðs og fólk sem hafi leitað í Byrgið til að fá hjálp hafi enga hjálp fengið.

Í myndskeiði sem fylgir þessari frétt er viðtalið við Mörtu og Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×