Erlent

Disneyland rís í Bagdad

Þessi írakska telpa sér vonandi fram á betri tíma í landinu.
Þessi írakska telpa sér vonandi fram á betri tíma í landinu. MYND/AP

Þrátt fyrir að það sé engan veginn kominn á friður í Bagdad, höfuðborg Íraks, hyggst fyrirtækið C3 reisa þar Disneyland-skemmtigarð á næstunni. Garðurinn verður blanda af dýragarði og skemmtigarði og þar verður einnig að finna safn og tónleikasal eftir því sem breska blaðið Times greinir frá.

,,Írakska þjóðin þarf á einhverju jákvæðu að halda og garðurin mun hafa mikil jákvæð áhrif,"segir Llewellyn Werner, einn af yfirmönnum C3. Garðurinn verður þó frábrugðinn öðrum skemmtigörðum þar sem öryggisgæslan verður gríðarleg enda vilja eigendur hans gera allt til þess að koma í veg fyrir árásir uppreisnarmanna.

Haft er eftir talsmann íröksku ríkisstjórnarinnar að það sé mikill skortur á hvers kyns skemmtun í Bagdad. Bæði kvikmyndahús og leiksvæði séu lokuð af ótta við árásir en með vel byggðum skemmtigarði megi gleðja börnin í Bagdad.

Búist er við kostnaður við Disneyland í Bagdad verði um 36 milljarðar króna og uppbygging hans verður í höndum Íraka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×