Innlent

Fá ekki að sjá fjármálaupplýsingar meints fíkniefnasala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var nemandi í Háskólanum á Bifröst.
Maðurinn var nemandi í Háskólanum á Bifröst.

Hæstiréttur hafnaði á miðvikudaginn kröfu sýslumanns um aðgang að upplýsingum um fjármál manns sem er nemandi við Háskólann á Bifröst.

Þann 17 apríl 2008 krafðist sýslumaðurinn þess að úrskurðað yrði að fjármálafyrirtækjum, fjármálastofnunum og öðrum stofnunum sem undir íslensk lög heyri, sem hafi í sínum vörslum upplýsingar um fjárhagsleg málefni einstaklinga, yrði skylt að afhenda sýslumanninum í Borgarnesi upplýsingar um öll fjármál tiltekins manns.

Áður hafði lögreglan fengið húsleit hjá manninum, en aðgerðir lögreglunnar tengjast rannsókn á ætlaðri sölu og dreifingu fíkniefna sem maðurinn er talinn eiga aðild að.

Þar sem krafan beindist ekki að tilteknum manni eða lögaðila sem bjó yfir eða kunni að búa yfir þeim upplýsingum sem óskað var aðgangs að hafnaði Hæstiréttur kröfunni. Áður hafði Héraðsdómur Vesturlands hafnað kröfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×