Erlent

Olympíueldurinn kominn til Japans

Olympíueldurinn kom til Tokyo í Japan í morgun eftir að hlaupið var með hann um borgina Canberra í Ástralíu. Ekki kom til neinna mótmælaaðgerða að ráði gegn hlaupinu í Canberra. Frá Tokyo er ætlunin að olympíueldurinn fari til borgarinnar Nagano þar sem hlaupið verður með hann á morgun. Eins og kunnugt er af fréttum hafa munkar í hinu þekkta Zenkoji musteri neitað að taka þátt í hlaupinu með eldinn sökum ástandsins í Tíbet en upphaf hlaupsins átti að vera við musterið.

Reiknað er með töluverðum mótmælaaðgerðum í Japan á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×