Innlent

Þrjár stúlkur gripnar í fánaþjófnaði

Lögreglan á Selfossi kom að þremur sautján ára stúllkum undir miðnætti í gærkvöldi,þar sem þær voru í óða önn að draga niður fána úr fánaborg BYKO verslunarinnar við Austurveg. Þær voru búnar að draga niður átta fána þegar lögregla skarst í leikinn og sakfelldi stúlkurnar strax, dæmdi þær og refsaði þeim á staðnum.

Dómur hins milda yfirvalds var þó ekki harðari en svo að þær sluppu með að draga fánana að húni á ný og ganga þannig frá að engin ummerki voru um tiltækið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×