Innlent

Sörli ÍS-66 í togi til hafnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Níu tonna þilfarsbátur, Sörli ÍS-66, með tvo menn um borð, sendi út neyðarkall um níuleytið í morgun. Hann var þá staddur rétt út af Norðurfirði á Ströndum.

Töluverður leki kom upp í vélarrúmi og var talinn að mestu koma inn með vélaröxlinum. Stjórnstöð landhelgisgæslunnar og Vaktstöð siglinga ræstu þegar út björgunarsveitir og báta bæði frá Skagaströnd , Drangsnesi og Norðurfirði á Ströndum.

Einnig var báturinn Dagrún/1184 nærri en gat ekki orðið fyrr en eftir um tvær klukkustundi hjá Sörla. Fyrstur báta til að aðstoða var Sædís-ÍS-67 sem kom að bátum um klukkan hálf-ellefu og tók hann í tog til Norðurfjarðar.

Skömmu síðar var aðstoð björgunarskipsins Húnabjargar frá Skagaströnd afturkölluð ásamt björgunarbátsins Pólstjörnunnar frá Drangsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×