Erlent

Mafían veldur hækkandi matvælaverði á Ítalíu

Hækkandi matvöruverð í heiminum er einkum útskýrt með uppskerubresti og vaxandi eftirspurn frá Asíu-löndum. Á Ítalíu er skýringin önnur því þar á mafían í landinu stóran hlut að máli.

Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum landbúnaðarins á Ítalíu borgar fjöldi af heildsölum og smásölum á korni, ávöxtum og grænmeti svokallaða verndartolla til mafíunnar til að geta starfað. Og þessir verndartollar valda því að verð til neytenda er mun hærra en það þyrfti að vera.

Jafnframt kemur þetta niður á útflutingi á þessum afurðum því verðið er of hátt til að geta keppt við vörur frá öðrum löndum sem ekki glíma við þetta vandamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×