Innlent

Fimm gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins

Siv Friðleifsdóttir vill ekki gefa upp hvern hún vill sjá í formannsstólnum.
Siv Friðleifsdóttir vill ekki gefa upp hvern hún vill sjá í formannsstólnum.

„Mér finnst bara ágætt að fólk gefi kost á sér til starfa í flokknum," segir Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna og frambjóðandi til varaformanns flokksins. Flokksþing framsóknarmanna fer fram í janúar og hafa fimm karlmenn gefið kost á sér í formannsstól. Það eru þeir Lúðvík Gizurarson, Páll Magnússon, Jón Vigfús Guðjónsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson.

Siv vill ekkert gefa upp um það hvern þeirra hún styður í embættið. „Ég gef ekkert út um einstök embætti. Flokksmenn eiga það val á flokksþinginu, þannig að nú verða flokksmenn að gera upp hug sinn," segir Siv.

Auk formanns verður kosinn varaformaður og ritari. Tveir eru í framboði til varaformanns og tveir til ritara en auk þeirra er einn frambjóðandi sem gefur kost á sér í bæði embættin. Siv segist því eiga von á mjög spennandi tímum fram að flokksþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×