Tækifærin á Íslandi 30. október 2008 06:00 Margir horfa í forundran á þá skyndilegu breytingu sem orðið hefur á undirstöðum íslensks atvinnulífs. En við megum ekki leggja árar í bát. Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að sjá þau tækifæri sem landið býður upp á og standa saman í því að nýta þau. Við þurfum að spyrja okkur á hvaða sviðum við getum sótt fram. Hvernig getum við vegið upp á móti samdrættinum í bankastarfsemi og vöruinnflutningi? Ég er ekki í vafa um hvert svarið er. Það er ferðaþjónusta. Ég hef lengi verið sannfærður um að Íslendingar geti, á örfáum árum, tvöfaldað tekjur sínar af ferðamennsku. En þetta krefst átaks á mörgum sviðum. Við þurfum áframhaldandi virka samkeppni í farþegaflutningum til og frá landinu og við þurfum að efla enn frekar okkar ferðaþjónustu. Lengi má gott bæta og engin markaðssetning jafnast á við það, að sinna þeim það vel sem hingað koma, að þeir fari ánægðir heim. Og mæli í kjölfarið með Íslandsferð við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Ég tel að með samstilltu markaðsátaki yfirvalda og ferðaþjónustufyrirtækja á erlendri grund megi auka fjölda ferðamanna um 15-25% strax á næsta ári. Við höfum byggt mikið af nýju gistirými á undanförnum árum og með því að lengja háannatímann og fjölga ferðamönnum árið um kring fáum við betri nýtingu á þessa fjárfestingu. Við erum svo lánsöm að búa í landi sem marga dreymir um að heimsækja. Aldrei hefur verið jafnbrýnt að nýta hvað landið er eftirsóttur áfangastaður og færa björg í bú fyrir nokkra erfiða vetur hér á Íslandi. Í dag skapar ferðaþjónustan 13% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. En hún getur hæglega skapað mun meira. Nú þarf að nýta alla möguleika. Við þurfum fleiri störf. Við þurfum að skapa tekjur til að fjármagna nýsköpun og menntun á næstu árum. Til að búa okkur sem best undir það að sækja fram á öllum sviðum. Sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég veit að mitt duglega starfsfólk er klárt í slaginn. Höfundur er forstjóri Iceland Express. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Margir horfa í forundran á þá skyndilegu breytingu sem orðið hefur á undirstöðum íslensks atvinnulífs. En við megum ekki leggja árar í bát. Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að sjá þau tækifæri sem landið býður upp á og standa saman í því að nýta þau. Við þurfum að spyrja okkur á hvaða sviðum við getum sótt fram. Hvernig getum við vegið upp á móti samdrættinum í bankastarfsemi og vöruinnflutningi? Ég er ekki í vafa um hvert svarið er. Það er ferðaþjónusta. Ég hef lengi verið sannfærður um að Íslendingar geti, á örfáum árum, tvöfaldað tekjur sínar af ferðamennsku. En þetta krefst átaks á mörgum sviðum. Við þurfum áframhaldandi virka samkeppni í farþegaflutningum til og frá landinu og við þurfum að efla enn frekar okkar ferðaþjónustu. Lengi má gott bæta og engin markaðssetning jafnast á við það, að sinna þeim það vel sem hingað koma, að þeir fari ánægðir heim. Og mæli í kjölfarið með Íslandsferð við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Ég tel að með samstilltu markaðsátaki yfirvalda og ferðaþjónustufyrirtækja á erlendri grund megi auka fjölda ferðamanna um 15-25% strax á næsta ári. Við höfum byggt mikið af nýju gistirými á undanförnum árum og með því að lengja háannatímann og fjölga ferðamönnum árið um kring fáum við betri nýtingu á þessa fjárfestingu. Við erum svo lánsöm að búa í landi sem marga dreymir um að heimsækja. Aldrei hefur verið jafnbrýnt að nýta hvað landið er eftirsóttur áfangastaður og færa björg í bú fyrir nokkra erfiða vetur hér á Íslandi. Í dag skapar ferðaþjónustan 13% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. En hún getur hæglega skapað mun meira. Nú þarf að nýta alla möguleika. Við þurfum fleiri störf. Við þurfum að skapa tekjur til að fjármagna nýsköpun og menntun á næstu árum. Til að búa okkur sem best undir það að sækja fram á öllum sviðum. Sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég veit að mitt duglega starfsfólk er klárt í slaginn. Höfundur er forstjóri Iceland Express.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar