Innlent

Lögregla rannsakar mannslát í skemmtiferðaskipi

Andri Ólafsson skrifar
Skemmtiferðaskipið Aurora
Skemmtiferðaskipið Aurora

Nú á eftir mun hópur lögreglumanna auk varðstjóra fara um borð í skemmtiferðaskipið Aurora sem liggur fyrir utan Reykjavíkurhöfn. Maður lést um borð í skipinu í nótt.

Beiðni um aðstoð frá lögreglu barst frá skipstjóra skipsins vegna gruns um að maðurinn sem lést hafi verið myrtur.

Engar upplýsingar fást um málið hjá lögreglu að svo stöddu.

Áætlað er að Aurora leggist við Reykjavíkurhöfn klukkan 15:30 en skipinu verður ekki leyft að leggjast að bryggju fyrr en lögreglumenn eru komnir um borð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×