Innlent

Jafn margir gestir í söfn og í bíó

Árið 2006 voru starfrækt 158 sýningarstaðir safna, setra, garða og sýninga, samanborið við 97 fyrir áratug. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendir frá sér í tilefni af hinum íslenska safnadegi þann 13. júlí.

Hagstofan segir að þessa aukningu megi einnig sjá í gestafjölda. Gestir að söfnum og skyldri starfsemi hafi verið ríflega 1,4 milljónir á árinu 2006, eða um 74 hundraðshlutum fleiri en árið 1995 er fjöldi þeirra nam rétt um 830 þúsund.

Þá segir Hagstofan að gestakomur í söfn árið 2006 hafi slagað hátt í heildaraðsókn að kvikmyndasýningum, sem voru ríflega 1,5 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×