Innlent

Kannað hvað orsakaði bilun

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að bilun hafi komið upp hreyfli Boeing 757-200 vélar sem var á leið frá Amsterdam til Keflavíkur í dag.

Flugmenn hafi orðið varir við biluninna þegar þeir voru um 150 kílómetrum frá Keflavík.

Venju samkvæmt slökktu flugstjórar á bilaða hreyflinum og létu flugturn vita. Venju samkvæmt var allt tiltækt lið kallað út vegna þessa.

Þótt vélin hafa aðeins notast við annan hreyfilinn gekk lendingin vel.

Flugvirkjar hafa yfirfarið hreyfilinn og finna ekki orsök bilunarinnar. Kannað verður hvort það sé bilun í rafrænum eftirlitsbúnaði vélarinnar hafi orsakað að viðvörunabúnaður sendi falskt bilanamerki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×