Innlent

Borgarráð samþykkti ráðningu Önnu Kristinsdóttur

Anna Kristinsdóttir er nýr mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.
Anna Kristinsdóttir er nýr mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.
Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum í morgun ráðningu Önnu Kristinsdóttur, stjórnmálafræðings og fyrrverandi borgarfulltrúa, í starf mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Alls sóttu 23 einstaklingar um embættið.

Anna hefur aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar á sviði jafnréttis- og mannréttindamála, bæði sem borgarfulltrúi í Reykjavík og sem þátttakandi í frjálsum félagasamtökum.

Anna lauk BA - gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún vinnur nú að lokaritgerð í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ.

Maki Önnu er Gunnar Örn Harðarson, framkvæmdastjóri, og eiga þau þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×